Upptökutækið kemur með nýja möguleika á fundum, fyrirlestrum, hljómsveitaræfingum, fjölskylduminningum – allt sem þú vilt varðveita. Upptökutækið skrifar sjálfkrafa upp og merkir það sem þú tekur upp svo að þú getir á einfaldan hátt fundið þá hluta sem þú leitar að. Vistaðu, breyttu, deildu, hlustaðu á seinna eða gerðu jafnvel samantekt. Fáanlegt í Wear OS með sérstökum reit á úrskífunni til að skrá augnablik og vangaveltur í símann þinn eða Pixel Watch á fljótlegan hátt.